5.11.2012 | 01:48
Hástemmd blogg
Mér brá svolítið þegar ég kíkti á forsíðu Blog.is um daginn. Þar var varla hægt að finna einn einasta bloggara sem er bara að skrifa um daglegt líf og eigin hugleiðingar um hversdagslega hluti. Þarna má finna bloggsíður um hitt og þetta, blogg veðurfræðings, blogg trúboða, blogg eldheits áhugamanns um stjórnmál, blogg um fréttir, kreppuvælsblogg, blogg um ESB með eða á móti og svo framvegis, allt voða ,,hástemmt" eins og ég vil kalla þetta í léttu gamni. En varla er finnandi eitt einasta blogg ,,leikmanns" sem er einfaldlega að tala um sitt eigið líf og pælingar um hitt og þetta, eins og t.d. hvernig gaman væri að endurinnrétta íbúðina sína í framtíðinni, eða hversu ótrúlega flottan kött einhver hafi séð í gær!!! Það vantar bloggið um spennandi utanlandsferðina sem einhver er að fara í, bloggið um glæsilegan árangur í líkamsræktinni, bloggið um hversu illa einhverjum gangi að spara og það vantar blogg náungans sem gat einfaldlega ekki sofið og vildi endilega tilkynna það með nýrri færslu til að eyða tímanum!
Ég er hræddur um að ég verði að fara að hætta að blogga svo ég sé ekki eini ,,lágstemmdi" lúðinn innan um alla sérfræðingana í mikilvægu málefnunum. Ég virðist altént vera orðinn það hér í blog.is samfélaginu. Ég kenni Flettismettinu og Twitter um þetta. Ég trúi því samt ekki að ég sé einn eftir, þetta hlýtur bara að vera svona slæmt hérna. Ég þarf klárlega að leita betur á netinu.
Ein aðal ástæðan fyrir því að ég skrifa er reyndar sú að ég er að skrifa eigin hugleiðingar fyrir sjálfan mig, sem öllum er þó velkomið að lesa, en svo hef ég líka mikinn áhuga á íslensku sem og öðrum tungumálum, að þau séu skrifuð sem réttast og með sem fæstum slettum. Það finnst mér fallegt. Einnig hef ég aldrei gefið bloggið upp á bátinn því að ég er eldheitur áhugamaður um að komast út úr borginni eitthvað út á land og setjast þar að, en þegar sá draumur rætist gæti verið skemmtilegt fyrir vinina og ættingjana að geta gluggað í það hvað sé svona helst að frétta hjá mér í gegnum bloggið mitt. Ég verð þá líka að passa mig að skrifa ekki of mikið svo fólk þurfi líka að hringja í mig öðru hvoru!
En jæja, ég þarf að halda áfram að læra í nótt fyrir prófin tvö sem ég er að fara í á morgun. Fyrst ég get ekki sofnað er allt eins gott að læra bara fram á morgun. Miðað við hvað mér hefur gengið vel að vakna á morgnana held ég að ég þori hvort eð er ekki að fara að sofa núna því að þá gæti ég sofið yfir mig og misst af prófunum! Sko, þetta var ekki erfitt! Nú er ég búinn að koma með voðalegt ,,drama" úr eigin lífi um lágstemmt málefni sem engu máli skiptir fyrir aðra en gæti þó haft eitthvað skemmtanagildi, eða í það minnsta hjálpað einhverjum að drepa tímann. Ekki flólkið
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var gott fyrir þig, þú brillerar í prófunum góði.
Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2012 kl. 02:49
Eru ekki statusarnir bara allir farnir af blogginu yfir á fésbók?
Og þetta blogg þitt er ekkert "lágstemmt" heldur hreyfir við ýmsum djúpum heimspekilegum og atferlisfræðilegum álitaefnum!
En það er samt alltaf skemmtilegt að lesa eitthvað gáfulegt, þó það sé ekki endilega um annað en bara sjálfan þig. Bestu kveðjur.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2012 kl. 03:46
Takk Helga og Guðmundur, afar hvetjandi til frekari skrifa...og náms
Jú, þetta er áreiðanlega Fésbókinni að kenna. Bloggformið er öðruvísi, færslurnar eru lengri og yfirleitt betur útpældar áður en þær eru skrifaðar svo þær verða oft skemmtilegri lesning, en það slær líklega fátt Fésbókinni út þegar kemur að því að halda utan um allan ættingja- og vinahópinn, að frátöldum þeim fáu sem nota ekki Facebook auðvitað.
Guðmundur Björn Sigurðsson, 5.11.2012 kl. 05:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.