Skokkað alla daga

Mótvindurinn hafði sín áhrif í dag þó að sums staðar hafi verið skjól í Elliðaárdalnum. Ég þurfti að ganga meira en venjulega til að geta pústað aðeins. Þegar veðrið er til friðs þá er ég farinn að skokka alla leiðina nema í brattasta hlutanum á bakaleiðinni upp úr dalnum. Nokkuð sérstakt að sjá vatn í læk fara tvisvar sinnum niður sama fossinn í vindhviðunum áður en það hélt áfram sína leið. Það var líka komið ágætis klakalistaverk fyrir ofan fossinn. Nú er ég að tala um litla lækinn við Reykjanesbrautina en ekki þann stóra niðri í dalnum, en neðri foss þess lækjar var auðvitað ekki síður fallegur. Kári megnaði þó ekki að blása honum eins glatt upp fyrir sjálfan sig og hinum. Það er hægt að klæða af sér flest veður, mér leið bara ágætlega með húfuna á hausnum og svo hettuna rígbundna yfir svo hún héldist kyrr. Ef ég sleppi úr degi þá er ég svo hræddur um að ég sé hættur svo það geri ég ekki nema eitthvað mikið sé að. Nú er að læra um helgina og vona það besta, en ég fer í tvö próf á mánudaginn og eitt á þriðjudaginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband