Þriðji skokkdagur og gengur vel

Jamm, ég held að þetta hafi tekist hjá mér, skokkið orðið rútína og ég búinn að finna þægilegustu leiðina. Það er ekkert að marka fyrsta skiptið, margir ætla sér stóra hluti og skella sér í ræktina eða út að skokka en svo kafnar allt í fæðingu. Fyrstu tvö skiptin mín fór ég niður í Elliðaárdalinn þar til ég var kominn að Ártúnsbrekkunni (semsagt skokka að endanum á hitaveitustokkinum þar sem hann fer yfir ána) og svo heim. Þetta er mjög falleg og fjölbreytt leið en gallinn við hana er að það eru svo margar brekkur á henni sem hentar ekki á meðan maður á eftir að byggja upp þolið. Það er reyndar hægt að ganga bara brekkurnar og skokka rest sem og ég gerði, en í dag fann ég út að með því að skokka tvo hringi í kringum Bakkana er ég búinn að fara sömu vegalengd og á Elliðaárdalsleiðinni (u.þ.b. 4 km samtals). Sú leið er laus við brekkurnar svo ég ætla að halda mig við hana fyrst um sinn. En því fer fjarri að ég skokki þá leið heldur í einni bunu, ég skiptist á að skokka og ganga, en á endanum á ég að geta tekið þetta án göngunnar. Best að sprengja sig ekki strax!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband