Fyrsti skokkdagur!

Loksins, loksins! Ég er byrjaður að skokka aftur eftir um það bil tveggja ára hlé. Sá frábæri árangur sem ég náði þá, að léttast um rúm 19 kíló með því að skokka Hólmavík frá gamla bænum út á enda og til baka daglega, allur genginn til baka. Já, ég var kominn niður í 81 kíló. Í dag er ég rúm 100 kíló. Allt út af einhverju rugli. Ég sleppti einhverjum einum degi úr og ætlaði að bæta mér það upp með því að skokka tvöfalda vegalengd daginn eftir, sem og ég gerði. Nokkrum dögum seinna gerðist þetta aftur svo ég skokkaði aftur tvöfalda vegalengd. Svo nokkrum dögum seinna gerðist þetta enn einu sinni, en þá var þetta bara búið spil. Einn dagur varð að tvem og svo þrem og svo framvegis þar til ég áttaði mig á því að ég var einfaldlega hættur. Eins og flestir vita, þá er erfiðasti hlutinn við það að hreyfa sig að byrja! Um leið og hreyfingin er orðin að vana, þá verður hún ávanabindandi og þá er þetta leikur einn þaðan í frá. Ég ætla að koma mér í þetta ástand aftur og dagurinn í dag var dagur númer eitt :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 978

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband