7.1.2011 | 00:48
Rútínan að byrja
Jæja, byrjar ballið aftur. Fyrsti skóladagur vorannar er að hefjast á morgun og ég er með frábæra stundaskrá svo ég er til í slaginn. Ég ætlaði mér of mikið síðast, en engu að síður er ég sáttur við síðustu önn. Ég náði enskunni, íslenskunni, dönskunni, sögunni og sálfræðinni með einkunnirnar 5-9 og er nú alveg búinn mð dönskuna (nían!) en ég féll því miður í lokastærðfræðiáfanganum mínum (stæ. 202) og í spæ.103. En fimm af sjö er engu að síður ágætt. Þessi önn verður rólegri svo ég ætti að geta náð öllu í þetta sinn. Ég geri nú aðra tilraun með spænskuna en ætla að bíða með stærðfræðina til næstu haustannar því að þá hef ég frekar möguleikann á að kaupa mér aðstoð frekar en að hætta á annað fall. Þar sem ég er búinn með dönskuna fækkar tungumálunum niðrí 3 sem er mun viðráðanlegra að eiga við í einu, vandamálið var nefninlega ekki að ég hefði ekki áhuga á spænskunni heldur fylgdi öllum þessum tungumálum allt of mikið heimanám til að ég réði við það í einu.
Ég setti mér ekkert eiginlegt áramótaheit í þetta sinn heldur bjó ég mér til nokkur markmið sem ég ætla að stefna að ákveðið. Eitt af þeim er að sofa nóg, fara nógu snemma að sofa til að vera alltaf útsofinn á morgnana og minnka þessa daglúra. Annað er að læra alltaf strax eftir skóla og eiga kvöldið fyrir mig. Þriðja er að hreyfa mig í lágmark hálftíma á dag með því að hjóla, skokka eða synda. Fjórða er að láta þessa blessuðu örfáu aura sem ég á duga fram á vor, vera ekki að lenda í vandræðum eins og síðast en ég stend nú þegar mun betur en á sama tíma í fyrra svo ég er bjartsýnn með þetta. Svo ætla ég auðvitað að ná öllum prófunum núna, ekki bara sumum. Að lokum væri æðislegt ef ég gæti vanið mig á að teikna eins og eina teikningu eða fleiri á viku því að það er alveg glatað að hafa þennan hæfileika en rækta hann ekki neitt. Jæja, ég held að það sé ágætt að enda færsluna á að óska öllum gleðilegs nýs árs og ég þakka fyrir það gamla. Svo skipa ég ykkur að njóta hvers dags, lifa í núinu og gleyma neikvæðu hlutunum :)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.