11.5.2010 | 22:03
Prófatíminn
Nú er allt að gerast. Lokapróf vorannar standa nú yfir af fullum krafti og ég er að fara í síðasta prófið mitt á morgun. Mér hefur gengið ágætlega, bara svona eins og gengur og gerist líklega, mjög vel í sumu en illa í öðru. Ég er búinn að vera sterkur í sögunni, félagsfræðinni, dönskunni og enskunni en veikur í íslenskunni og stærðfræðinni. Það gæti farið svo að ég falli í öðru hvoru af veiku fögunum mínum en ég vona auðvitað það besta. En ef svo fer þá er ég að spá í að athuga hvort ég geti þá ekki tekið það nám í sumarskóla í gegnum netið til að halda áætluninni minni um að útskrifast árið 2012! Ahh, ég finn hreinlega lygtina af sumarfríinu mínu, get ekki beðið eftir að ganga út úr prófinu á morgun og þá kominn í frí með allt stressið að baki. Ég fæ að vita einkunnirnar mínar þann 20. maí en þá verð ég samt byrjaður að vinna þá hjá Hólmadrangi á Hólmavík (byrja 17. maí) en ég ætla bara að leyfa mér að taka mér frí á afhendingardeginum til að geta tekið við einkunnunum beint og farið á prófsýninguna. Ég er enn að hjóla á fullu og í dag náði ég þeim áfanga að vera búinn að hjóla 1003 kílómetra síðan 8. janúar í ár. En jæja, eins gott að halda sig við efnið og klára að læra fyrir félagsfræðiprófið!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jeijj!! prófin að klárast!!
Hlakka til að hitta þig á fimmtudaginn kútur!!
Elsa Rut Jóhönnudóttir (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 22:46
Sömuleiðis sæta ;)
Guðmundur Björn Sigurðsson, 12.5.2010 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.