4.8.2025 | 22:11
Ættarmót
Laugardaginn 5. júlí fórum við fjölskyldan (nema Guðný, hún var að vinna) á ættarmót í mínum legg þar sem hittust afkomendur Jósteins og Margrétar en þau voru langafi og amma mín og afi og amma pabba míns í móðurlegg. Ég kynntist langafa minum nánast ekki neitt því ég var of ungur til að eiga minningar um hann þegar hann lést en ég þekkti langömmu mína mjög vel og hitti hana reglulega í Sandgerði á heimili hennar. Hún var alltaf glöð að hitta okkur og hún hafði mjög mikinn áhuga á afkomendum sínum sem vor farnir að nálgast (ef ekki hreinlega komnir yfir) hundraðið þegar hún lést.
Ættarmótið fór fram í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum að þessu sinni, ákvörðun sem mér og fleirum fannst frábær en öðrum ekki (aðallega vegna slæms malarvegar í hreppnum). Þetta svæði er afskaplega fallegt, prýtt vígalegum fjöllum, klettahömrum út í sjó, skerjum og fallegum sandfjörum svo fátt eitt sé nefnt. Saga svæðisins er mikil og mögnuð (og göldrótt!) og þar er meðal annars að finna hina rómuðu Krossneslaug, Kaupfélagið (sennilega það minnsta á landinu), fallegt tjaldsvæði, fullt af gistihúsamöguleikum, safn, tvær kirkjur, Djúpuvík með sínum ægifagra fossi, útsýni yfir að Drangaskörðin, þoku!!! og svo margt fleira!
Flestir dvöldu þarna alla helgina í tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum og í gistiheimilinu við tjaldsvæðið en við (allavega ég) vorum ekki í útilegustuði auk þess sem tjaldið okkar splundraðist á þessum sama stað í fyrra (það hafði töluvert að segja um ákvörðunina) svo við skruppum bara fram og til baka samdægurs og fórum bara seint heim til að fá sem lengstan tíma í stuðinu með ættingjunum. Þarna var ýmislegt brallað, t.d. fórum við fjölskyldan ásamt pabba mínum og Sindra bróður í Krossneslaugina, það var pálínuboð með kökum og alles, grillkvöld, leikir fyrir börnin, skrall innandyra þar sem næsta nefnd var kynnt til sögunnar, söngur og fjör! Ég var ekki tilbúinn að vera í nefnd núna en Sindri bróðir stökk til og það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa á næsta ættarmóti :) Þetta var æðislegur laugardagur og það er aldrei að vita nema við mætum næst með tjald/tjaldvagn/fellihýsi(?) og alles ef sá gállinn verður á okkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. ágúst 2025
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2025
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar