Akureyrarskrepp

Dagana 12.-14. júlí fórum við Benjamín til Akureyrar í heimsókn til Gógó frænku og fjölskyldu. Veðrið var virkilega gott hluta tímans og nutum við okkar mjög á svæðinu. Við fórum tvisvar í sund, í Akureyrarlaug og í laugina í Hrafnagili, við fórum á tvö söfn, í Leikfangahúsið og í Nonnahús og kíktum einnig í Jólahúsið þar sem jólin ríkja allt árið um kring! Það var þó síður en svo jólalegt fyrir utan húsið enda sýndi hitamælir bílsins mest 27 gráðu hita í Öxnadalnum á leiðinni heim. Við enduðum skemmtilega feðgaferðina okkar á að fara í göngutúr um Hrútey í ánni Blöndu við Blönduós og komum heim með bros á vör! Ég hugsa að ég taki fyrir ættarmótið sem við skreppum á og bílabilun / bölvun næst þegar ég drep niður penna, haha!


Bloggfærslur 26. júlí 2025

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband