Allt gengur eins og í sögu!

Nú er kominn tími til að segja betur frá því hvað er að gerast hjá mér með vinnu og bílamál! Ég er semsagt, eins og fyrr segir, kominn með nýja vinnu, nánar tiltekið hjá fiskvinnslunni Íslandssögu á Suðureyri í Súgandafirði í rétt um korters akstursfjarlægð frá Ísafirði. Fyrsti vinnudagurinn verður mánudaginn 26. ágúst næstkomandi svo ég hef nokkra daga til að kíkja á fjölskyldu og vini hér í Reykjavík áður en ég fer vestur kannski á föstudaginn til að venjast umhverfinu aðeins áður en ég hef störf. Vinnuveitandinn er strax búinn að redda mér herbergi með sameiginlegri eldunaraðstöðu á Suðureyri svo það er allt til reiðu og ég er sloppinn við að þurfa að stressa mig við að finna mér samastað í tæka tíð. Það bætist við gleðina að í dag (20.) tókst mér að finna Daihatsu Applausinum mínum nýjan eiganda eftir að hafa átt þann ágæta grip í sjö ár og ekið hann 115.000 km. en hann var í 88.000 km. er ég keypti hann á sínum tíma. Hjalti frændi er duglegur að hjálpa mér í bílamálum en hann hefur bent mér á ágætis bíl í staðinn fyrir Applausinn en þar er um að ræða Subaru Outback sem er fjórhjóladrifinn skutbíll sem ég hef ákveðið að skella mér á. Það verður ekki slæmt að komast á bíl sem leikur sér að snjónum sem undantekningalítið kyngir niður fyrir vestan og víðar á veturna. Gleði gleði!! Meira næst!!! Happy Tounge

Bloggfærslur 21. ágúst 2013

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband