Hamingjan framundan

Hamingjan sanna!! Nú eru Hamingjudagar á Hólmavík framundan næstu helgi og það verður gott að komast loksins aftur í heimsókn til Hólmavíkur, en skrítið að sjá ekkert hús í Höfðagotu 5. Búið er að rífa húsið en það varð ónýtt í brunanum þó það hafi ekki brunnið til kaldra kola. Svona er allt breytingum háð, eins og til dæmis það að það stefnir í að ég muni ekki flytja á Hólmavík aftur til að búa þar til frambúðar, eins og ég hélt að myndi gerast á endanum. Þess í stað er ég nú hér á Króknum að sækja um störf á Vestfjörðum en ég hef hingað til sótt um á Ísafirði og á Bíldudal en þar er mikil og spennandi uppbygging í gangi í áður deyjandi þorpi. Báðir staðirnir eru ægifagrir og ég er búinn að finna það loksins hjá sjálfum mér með dvöl minni hér á Króknum að ég vil helst hvergi annars staðar búa en á Vestfjörðum eða á Ströndum, þó ég hafi yfir engu að kvarta hér (nema laununum á vinnustaðnum mínum!). Þetta verður skemmtileg helgi og ég ætti að hafa efni á bensíninu yfir á Strandirnar því mér hefur þótt ótrúlegt sé verið boðið yfirvinna í tvo daga í röð og það stefnir í þann þriðja á morgun. Ég er líka búinn að skrá bílferðirnar mínar á samferða.is sem ég er nýbúinn að uppgötva að er algjör snilld til að spara peninga og jafnvel fá skemmtilegan félagsskap í leiðinni. Ég var svo að lesa að Bíldudals grænar baunir eru haldnar helgina á eftir Hamingjudögunum svo það er alveg spurning að rúlla þangað þá, sérstaklega í ljósi þess að hátíðin sú er aðeins haldin annað hvert ár. Vill einhver koma með? En jæja, nú verð ég að fara að sofa, meira síðar.

Bloggfærslur 20. júní 2013

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband