Páskarnir

Jæja, þá er páskafríið á fullu róli og ég er kominn aftur til Reykjavíkur. Ég byrjaði fríið eftir vinnu á því að hitta nokkra vini mína á Króknum (sem ég er að vinna með) og við sötruðum saman öl. Daginn eftir ók ég til Reykjavíkur í blíðskapar veðri og útsýnið á leiðinni var óaðfinnanlegt, sól mest alla leiðina og vegurinn þurr og auður, en fjöllin öll hulin snjó og skyggnið var svo gott að ég sá Strandafjöllin mjög vel í fjarska þegar ég var að keyra í nágrenni Blönduóss og sá meðal annars Kaldbakshornið og Reykjaneshyrnuna afar vel hinum megin við Húnaflóann þó að ég væri í um 65 km fjarlægð í beinni sjónlínu! Nú er planið að dvelja í Reykjavík fram á laugardagskvöld eða sunnudagsmorgun og aka þá til Hólmavíkur og vera þar síðustu tvo frídagana með góðum vini og vonandi að hitta einhverja ættingja ef þeir eru þá ekki sjálfir á flakki eins og ég. En nú er best að halla sér aðeins, enda klukkan núna rúmlega hálf fimm að morgni! Ég segi bara gleðilega páska öll sömul. Smile

Bloggfærslur 29. mars 2013

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband