Fjölbreytt helgi á Króknum

Þá er þessi afbragðsgóða helgi að baki. Ég tók því rólega til að byrja með og kíkti í sundlaugina í Varmahlíð í fyrsta sinn á föstudaginn og þetta er bara fínasta laug, þótt hún skáki seint lauginni á Hofsósi þar sem hægt er að sjá eitt fallegasta landslag sem hægt er að sjá úr sundlaug, með Drangey, Málmey og Þórðarhöfðann ásamt sænum og fjöllunum í kring í sjónmáli. Ég fór líka í göngutúr meðfram ströndinni eða Sandinum eins og fjaran við Krókinn er kölluð, og sá þar nokkra forvitna seli sem voru í sífellu að gægjast upp úr sjónum, eins hátt upp og þeir komust, til að forvitnast um hvað væri að gerast á þurru landi og ég vona að ég hafi ekki valdið þeim vonbrigðum sem áhorfsefni! Á laugardagskvöldið kíkti ég út á lífið sem var mikið fjör og ég kom frekar seint heim, þannig að ég tók því rólega á sunnudaginn og eyddi deginum aðallega heima og hélt loksins áfram lestrinum á Reykjavíkurnóttum eftir Arnald Indriðason eftir næstum því mánaðar pásu. Nú verð ég að fara að herða mig í að klára bókina svo fólk fari ekki að hætta að gefa mér bækur í jólagjöf, það vil ég ekki því það er fátt betra en að geta losnað aðeins úr raunveruleikanum með því að sökkva sér í góða sögu, ekki síst á leiðinlegum dögum þó þeir séu sem betur fer sjaldgæfir. Ég klikkaði á einu um helgina því ég ætlaði loksins að sýna smá lit og fara á íþróttaleik í Síkinu hér á Króknum en Tindastóll og Grindavík öttu kappi saman í körfuboltaleik í kvöld og var víst þrusumæting og frítt á leikinn í boði Fisk Seafood og Kaupfélags Skagfirðinga. Leikurinn endaði víst með sigri Grindvíkinga 97-91 en mér skilst að Stólarnir hafi þó aldrei hleypt Grindvíkingum langt á undan sér. Sko mig... bara farinn að fylgjast pínu með íþróttum og vera ekki týndur, undur og stórmerki! Happy

Bloggfærslur 17. mars 2013

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband