Mér er létt!

Nú er ég nýkominn til Suðureyrar eftir smá ,,skreppitúr" á Strandir. Vinnuvikan var erfið og löng því ég var að vinna í ellefu til tólf tíma á dag alla vikuna, að laugardeginum meðtöldum. Ég þurfti líka að hugsa fyrir öllu í fjarveru vinnufélaga míns og bar mikla ábyrgð. Ég var því orðinn nokkuð þreyttur þó ég hafi farið snemma að sofa á kvöldin. Það var þó klárlega sterkur leikur núna að sofa vel. En ég lærði líka heilan helling af þessu svo þetta var í raun það besta sem gat gerst, að neyðast til að sjá um allt í nokkra daga.

Ég ákvað semsagt að ,,skreppa" á Strandir þó það sé töluverður akstur þvi ég vildi endilega komast aðeins í annað umhverfi og hlaða ,,batteríin." Svo langaði mig líka bara að heilsa upp á mitt fólk. Þetta var þægilegur akstur í góða veðrinu og ég fékk gistingu hjá Hadda frænda á Stakkanesi en Gréta frænka var líka á staðnum.

Morguninn eftir kíkti ég til ömmu og afa sem voru hress og höfðu gaman að því að fá þennan leynigest. Þegar ég var búinn að borða í sjoppunni var förinni heitið í heita pottinn í Hólmavíkurlaug en þar er nánast hægt að stóla á að hitta kunningja og ná góðu spjalli, sem líka gerðist. Eftir heitapottsdýfinguna ákvað ég að þiggja kaffiboð í ,,spilavítinu" eins og gamla fólkið kallar félagsheimilið sitt, en það er til húsa í gamla flugstöðvarhúsinu.

Ég ákvað að vera snemma á ferðinni til baka til að ná að aka sem lengst í björtu og það var enda ágætis ákvörðun því að nú voru komnir hálkublettir og ég enn án nagladekkja. Samt náði ég að skrölta þetta á þremur klukkutímum þrátt fyrir að hafa tekið allar beygjur og brekkur afar rólega. Ég er feginn að vikan er á enda og sú næsta verður án efa þægileg, segjum það bara! Hafið það gott, gott fólk! Sideways


Bloggfærslur 20. október 2013

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband