Þvottur

Ég prófaði að handþvo fötin mín í dag. Ég hef aðgang að þvottavél en hún er því miður ekki í sameiginlega rýminu og vegna þess að mig grunaði að það væri ekki mikið mál að gera þetta bara á gamla mátann í staðinn, þá ákvað ég bara að prófa það. Þetta var ekkert mál, ég skellti fötunum í bala ásamt heitu vatni, stráði yfir þvottaefni og velti fötunum uppúr þessu og hnoðaði vel, skolaði svo með heitu vatni, vatt fötin og hengdi þau upp á þurrkgrind. Ég hefði notað mýkingarefni líka ef ég hefði ekki gleymt að kaupa það. Þetta tók kannski 15-20 mínútur og fötin ilma alveg jafn vel og úr þvottavél svo ég held að ég þvoi bara svona þar til ég flyt í íbúð. Þetta er ekkert mál fyrir einstakling þó að öðru máli gildi auðvitað þegar verið er að þvo af heilli fjölskyldu. Ég gekk sandinn í dag (þessa ~7 kílómetra) en sleppti því í gær því að mér leið mjög illa í fótunum eftir að hafa reynt að skokka þetta í nokkur skipti. Ég átti mjög erfitt með að hemja mig og rjúka ekki út, því mig langar svo að komast í form. Það er greinilega of mikið fyrir mig ennþá að skokka svona langa leið svo ég verð að hlífa liðamótunum og ganga megnið af leiðinni þar til líkaminn þolir meiri þjösnagang.

Bloggfærslur 27. janúar 2013

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband