Mun betra

Þetta er allt annað líf hjá mér núna, að vera kominn í alvöru herbergi með sér baðherbergi (með sturtu, klósetti og vaski) og sameiginlegri stofu og eldhúsi. Mér líður mjög vel hérna, leigan er lág svo ég get sparað og herbergið er á besta stað í bænum því að héðan er stutt í allt nema reyndar matvöruverslanirnar, en til þess er nú bíllinn! Það er krá hérna stutt frá, bakarí, hársnyrtistofa, bíó, krambúð, líkamsræktarstöð og fleira. Það er  líka stutt í bæði vinnuna og sundlaugina en þó aðeins lengra, samt undir einum kílómetra. Ég er búinn að fara eina ferð í bæinn að sækja dót í herbergið mitt svo það er orðið heimilislegt og skemmtilegt, er t.d. búinn að setja fiskabúrið mitt upp en í því eru flottir gúbbífiskar sem hafa nú þegar gotið nokkrum seiðum! Ég er búinn að finna mér frábæra skokkleið sem kallast ,,sandurinn," en það er 3,6 km löng sandfjara sem er alveg æðislegt að skokka eftir daglega, og það besta er auðvitað að hafið, með sínum flóðum og fjörum, sér til þess að þar er aldrei svell. Í gærkvöldi var mér boðið í heimahús í fyrsta sinn (af vinnufélaga) og við hittumst þar nokkur, drukkum og fórum svo niðrí bæ á krána sem er rétt hjá herberginu mínu. Það var því aldeilis þægilegt að koma sér heim þegar ég var búinn að fá nóg af ,,djamminu," ég var kominn heim eftir aðeins tuttugu skref eða svo! Mig langaði mikið að komast til Hólmavíkur í kvöld á þorrablót en því miður er víst spáð ljótu veðri í kvöld svo ég er hættur við að fara. En ég stefni þá á að mæta í Góuveisluna í staðinn. Ég læt þessar fréttir duga af mér í bili, meira næst.

Bloggfærslur 26. janúar 2013

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband