Vííí snjór!

Í vikunni þegar ég fór út til að ganga í vinnuna þá var nánast blankalogn og snjókoma með alveg risastórum dúnmjúkum snjóflygsum og jörðin var orðin alhvít. Mjög fögur sjón og mér að skapi, bara eins og í jólamyndunum sem maður horfir á í desember. En þetta entist stutt og var allt bráðnað eftir vinnu. Það er svosem ágætt líka, það er kannski aðeins of snemmt að fá þetta strax. En ég er vel til í að fá snjóinn í kringum desember svo ég geti farið að leika mér að festa bílinn í snjósköflunum eða kannski jafnvel prófa að fara á gönguskíði?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Gaman að lesa bloggið þitt. Borgarbúi að njóta sveitalífsins frábært. Hólmavík er áhugaverður staður, hef að vísu aðeins  einu sinni komið þar  og gisti þá á tjaldstæðinu. Það var í lok sept. á sl. ári. Veðrið yndislegt og svo mikil ró yfir öllu. Þær eru líka fallegar myndirna þinar þarna að norðan. Ég segi norðan því ég er á  höfuðborgarsv. annars  er þetta vestur fyrir  mér í raun þar sem ég er austfirðingur. Njóttu verunnar á ströndunum en passaðu þig á Sigurði Atlasyni ....hann er göldróttur

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 27.10.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Guðmundur Björn Sigurðsson

Hehe, ég hef það í huga.

Guðmundur Björn Sigurðsson, 27.10.2007 kl. 23:42

3 identicon

Hæ Gummi minn æðislegt hvað allt er að ganga vel hjá þér

sakna þín úr borg óttans enn þegar þú kemur í hana hringdu og fáum okkur kaffi eða kíkjum á eitt stykki skrall :)

Anna Hendrix (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband