Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Prófatíminn

Nú er allt að gerast. Lokapróf vorannar standa nú yfir af fullum krafti og ég er að fara í síðasta prófið mitt á morgun. Mér hefur gengið ágætlega, bara svona eins og gengur og gerist líklega, mjög vel í sumu en illa í öðru. Ég er búinn að vera sterkur í sögunni, félagsfræðinni, dönskunni og enskunni en veikur í íslenskunni og stærðfræðinni. Það gæti farið svo að ég falli í öðru hvoru af veiku fögunum mínum en ég vona auðvitað það besta. En ef svo fer þá er ég að spá í að athuga hvort ég geti þá ekki tekið það nám í sumarskóla í gegnum netið til að halda áætluninni minni um að útskrifast árið 2012! Ahh, ég finn hreinlega lygtina af sumarfríinu mínu, get ekki beðið eftir að ganga út úr prófinu á morgun og þá kominn í frí með allt stressið að baki. Ég fæ að vita einkunnirnar mínar þann 20. maí en þá verð ég samt byrjaður að vinna þá hjá Hólmadrangi á Hólmavík (byrja 17. maí) en ég ætla bara að leyfa mér að taka mér frí á afhendingardeginum til að geta tekið við einkunnunum beint og farið á prófsýninguna. Ég er enn að hjóla á fullu og í dag náði ég þeim áfanga að vera búinn að hjóla 1003 kílómetra síðan 8. janúar í ár. En jæja, eins gott að halda sig við efnið og klára að læra fyrir félagsfræðiprófið!

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband