Skokk

Haldið þið ekki að ég sé farinn að skokka! Jú, ég hef ákveðið að láta reyna á það hvað ég búi yfir mikilli hörku. Ég tók einn hring í kvöld og einn í gær, frá húsinu þar sem ég bý í gamla bænum upp að vegamótunum í hinum enda bæjarins og til baka. Þetta er einhver einn kílómetri eða svo, með brekku smá hluta af leiðinni og vá hvað þetta tekur á! Þegar ég er kominn til baka er ég gjörsamlega búinn á því, hjartað á fullu og ég er svo sveittur að innri klæðnaðurinn er orðin rennblautur og svitadroparnir leka eftir andlitinu. En svakalega er þetta gott eftir á, manni líður alveg rosalega vel þegar maður er búinn, eins erfitt og þetta er á meðan á því stendur (en samt gaman). Ég mæli með þessu fyrir þá sem þora! Maður verður bara að klæða sig rétt í kuldanum og setja húfu á hausinn til að drepa sig ekki alveg, og já nota endurskinsmerki í myrkrinu til að láta ekki keyra yfir sig þegar maður skokkar yfir göturnar. Ég er búinn að finna einhver ómerkileg föt til að klæðast innan undir útifötunum því ég svitna svo rosalega að það er ekki hjá því komist að nota sér fatnað í þetta, fara svo í sturtu eftir hringinn og svo í hversdags fötin á eftir. En ég vil endilega prófa að leggja þetta á mig, eins oft í viku og ég get og sjá hvort ég endist nógu lengi til að sjá árangur. Ég get svo kannski tekið sund inn á milli til tilbreytingar. En semsagt, ég ákvað að prófa þetta vegna þess að ég hef lengi gengið þessa sömu leið en mér er farið að finnast það ekki nóg lengur. Svo var líka sagt við mig um daginn að til að ná einhverri alvöru brennslu væri bara ekki nóg að ganga, hjartað yrði að fá að pumpa svolítið, þá væri eitthvað að gerast, jafnvel þó það sé ekki endilega farin löng leið, það er ekki aðal málið. Aðal málið er að ná einhverjum 20-30 mínútum helst án þess að stoppa til að ná sem mestu úr þessu. En úps, nóg komið af þessu í bili, ætla ekki að drepa lesendur úr leiðindum með endalausu blaðri um skokk! Svona er ég bara þegar ég byrja að skrifa, ég virðist eiga frekar auðvelt með að hamast á þessum lyklaborðum ef þannig stendur á mér! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lítur ansi vel út hjá þér, það vaknar bara löngun hjá manni að fara út, allavega í göngutúr þó ekki væri nú meira.  Það er líka flott að svitna vel, því þá ertu að brenna fitunni.  Gangi þér vel.

Þín ævinlega mamma

Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Guðmundur Björn Sigurðsson

Þetta þrælvirkar, bæði fyrir líkamann og hugann. Maður verður miklu jákvæðari og svo er ég kominn niður í 88 kg. :)

Guðmundur Björn Sigurðsson, 18.1.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband