Skvamp!

Er að spá í að fara að stunda sund af alvöru eftir vinnu mánudaga til fimmtudaga. Ég og Haddi frændi fórum saman í íþróttahúsið, hann á fótboltaæfingu og ég í sund á meðan. Tók 30 ferðir sem er um 750 metrar og fór svo í heita pottinn í korter. Ég ætla að reyna að taka 40 ferðir í hvert skipti, semsagt einn kílómetra á dag af bringusundi. Tja, eða öðru sundi en ég er reyndar skítlélegur í öllu nema bringunni og kafsundi. Hmm, þetta eru pælingar.

Magnað dæmi, hér er allt krökkt af Rjúpum! Þær vappa hér um í hópum innanbæjar, eitthvað sem sést aldrei fyrir sunnan. Hvítar eru þær orðnar svo það hlýtur að taka af allan vafa um að veturinn sé kominn, ef einhver efast enn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mist

Mér líst vel á sundið. Ég er enn að tuða yfir því að ég þurfi að fara að hreyfa mig en ekkert gerist! Skrítið?

Svo verðum við að taka gönguklúbb næst þegar þú kemur suður. 

Mist, 26.10.2007 kl. 15:08

2 Smámynd: Guðmundur Björn Sigurðsson

Alveg bókað mál!

Guðmundur Björn Sigurðsson, 27.10.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband