Brottför á morgun

Nú er ég orðinn yfirspenntur, það er svo stutt í ferðalagið mitt norður á Sauðárkrók. Óvissan er algjör. Ég hef aðeins örfáum sinnum komið þangað, en nú er ég að fara að vinna þarna. Á morgun fæ ég herbergið sem mér tókst að redda mér (sem er á vegum sláturhússins), daginn eftir er starfskynningin, og daginn eftir það er fyrsti vinnudagurinn minn en þar sem það er á föstudegi er ég svo strax kominn í helgarfrí eftir fyrsta daginn, nema jú auðvitað að ég verði beðinn um að vinna helgarvinnu. En jæja, það er best að fara að tína saman restina af farangrinum og koma honum í bílinn. Ég reikna með að leggja af stað fyrir hádegi á morgun, það er allavega gott færi eins og er svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Takk fyrir gamla árið og hafið það sem allra best á því nýja. Óskið mér góðs gengis!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband