Sorg og gleði

Ég missti góðan vin minn í dag, Snaran. Tennurnar voru orðnar ónýtar og aðgerð hefði verið erfið með litlum batalíkum. Hans verður sárt saknað en hann var kelinn og forvitinn svo ég held að hann hafi verið nokkuð sáttur hjá mér. Bróðir hans (Snöggur! Ekki góð nafnasamsetning?) átti við sama vandamál að stríða og var svæfður í vor, svo þetta virðist vera algengt vandamál hjá naggrísum. En Snar varð tæplega fimm ára sem jafngildir því líklega að verða 65 ára í mannsárum, en naggrísir verða venjulega mest sjö ára gamlir. Það þýðir samt auðvitað sjö ára ábyrgð svo að fólk ætti ekki að fá sér naggrísi (eða önnur langlíf dýr) ef það er ekki reiðubúið að hugsa um þau alla ævi þeirra. Ég gerði það þrátt fyrir að það væri pínulítið erfitt eftir að ég varð fátækur námsmaður, en ég sé alls ekki eftir að hafa fengið mér þá. Þeir voru frábærir félagar, sérstaklega þegar ég var stundum einn. En ástandið lagaðist reyndar mikið hjá mér stuttu eftir að ég keypti þá, því að vinahópurinn stækkaði og allt í einu var ég svo kominn með kærustu, þó það samband sé reyndar búið núna!

Ég hef ekki bara leiðinlegar fréttir að færa, heldur líka frábærar. Mér tókst nefninlega í dag, með hringingum í all nokkuð mörg símanúmer, að redda mér herbergi á Sauðárkróki tímabundið þar til ég redda mér leiguíbúð, sem er auðvitað langtímamarkmiðið. Herbergi þetta er á vegum sláturhússins en þar sem engin slátrun fer fram á þessum tíma eru væntanlega mörg herbergi laus, en reyndar var mér sagt að ég væri ekki eini starfsmaður landvinnslunnar sem verð þarna, það eru nokkrir búnir að vera þarna um tíma. Það er ágætt, þá kynnist ég kannski einhverju fólki betur. En jæja, fleiri fréttir seinna, ég er með í maganum af spenningi og af óvissunni við að flytja norður á Krókinn, en ég held að þetta verði gæfurík ákvörðun hjá mér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband