Myrkur

Jæja, það er spurning að hrista af sér slenið og fara að læra. Mér sýnist það vera að birta til í höfðinu á mér og að ég geti því hætt að sofa mest allan sólarhringinn, og reynt í staðinn að verða 95% stúdent á önninni. Skólinn neitar að gefast upp á mér þó ég hafi helst viljað bakka úr þessu eins mikið og hægt væri. Skólinn hafði samband við mig sérstaklega til að fá mig ofan af því að draga í land og ég var hvattur áfram og sannfærður um að ég gæti þetta ennþá, þó að aðeins nokkrar vikur væru eftir. Ég þyrfti bara að spýta í lófana og þrauka út önnina. Er til betri skóli en FB? Ég held varla. Mér finnst að tilraun mín til að flýta fyrir andlegum bata með hreyfingu sé að bera árangur, ég þori varla að hugsa til þess hvernig ég væri búinn að vera án þessa daglega fjögurra kílómetra skokkhrings míns um Elliðaárdalinn. Mikið er leiðinlegt að vera svona samt. Þó hefur mér tekist að halda þunglyndinu niðri að mestu alveg síðan 2007. Svona smá lægð eins og núna er ekkert miðað við það sem ég var að kljást við fyrir þann tíma. Ég þarf bara að losna við athyglisbrestinn líka, ég á enn eftir að finna almennilega lausn á þeim vanda. Af hverju skrifa ég ekki meira þegar ég er upp á mitt besta? Þetta lítur út eins og sálfræðiviðtal við sjálfan mig. Ég er reyndar bara að skrifa hér pælingar fyrir sjálfan mig (þó fólki sé frjálst að lesa). Eitt í viðbót, áður en ég hætti. Eins staðráðinn og ég hef verið í að yfirgefa Reykjavík strax um áramótin, þá er ég farinn að fá bakþanka. Ef mér tekst að finna leið til að losna við 150.000 króna mínus eftir áramót, og eiga fyrir helstu nauðsynjum (á ég að selja bílinn og hjólið? Fá hlutastarf fyrir kraftaverk? Kaupa fullt af skafmiðum?!?) þá er ég jafnvel að velta því fyrir mér að fara í kvöldskólann í FB og veifa svo stúdentshúfunni í vor og ÞÁ loksins verð ég frjáls og get farið í fullt starf og eignast íbúð! Ég sé þetta í hyllingum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband