Veðrið

Það er búin að vera alveg ótrúleg blíðan og sólin undanfarna daga, alveg þveröfugt við þessa 2-3 mánuði í kringum áramótin þar sem aldrei þornaði jörð, aldrei, vegna gríðarlegrar og stöðugrar snjókomu og einnig rigninga á köflum (auk vinda). Í nótt var víst tuttugu stiga munur á heitasta og kaldasta stað á Íslandi, það munar um minna. Ég er ekki með nánari upplýsingar um þetta á hraðbergi því að ég heyrði þetta bara í útvarpinu. Mér datt svona í hug að kasta þessu hér inn, fólk talar jú mikið um að ef vetur og sumar frjósi saman þá verði gott sumar, og sumardagurinn fyrsti var jú einmitt að renna sitt skeið síðastliðna nótt. Þá er það bara spurningin hvort að þessi tuttugu stiga hitamunur hafi orðið fyrir eða eftir miðnætti :P

Uppfærsla: Hér er þetta!

Á Stórhöfða, þar sem var heitast á landinu, var semsagt rúmlega sjö stiga hiti og á Þingvöllum, sem eru í aðeins 104 km loftlínu frá höfðanum, var tæplega níu stiga frost, sem er ótrúlegur hitamunu á svona stuttri leið, og mesta frostið á landinu á sama tíma var á Setri nálægt Öræfajökli, en þar mældist tæplega 14 stiga frost. Þetta gerir víst 20 stiga hitamun svo nú er þetta vonandi rétt (heimildir af Vísi.is og Google Earth).

Gleðilegt sumar :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband