Færeyjaferðin 2007
Ég skellti mér til Færeyja í sumar, eða þann 24. júlí til 3. ágúst 2007, en það eru dagarnir í kringum Ólavsøkuna. Fór einsamall, eða hér um bil. Var með bandarískum gaur í flugvélinni sem ég hafði ekki þekkt nema í gegnum netið, en þegar til Færeyja kom skildust leiðir. Tjaldaði síðan á kamping pleds þeirra Þórshafnarbúa og kynntist þar slatta af Íslendingum, Færeyingum og Norðmönnum. Rölti með þessu ágæta fólki um miðbæinn, fór með þeim í keilu, á fótboltaleik milli Færeyinga og Íslendinga, á veitingastaði, krár og fleiri staði. Síðustu dagana var ég þó einn og þá var förinni heitið til Vága þar sem ég fór í nokkra misvel heppnaða göngutúra um náttúruna og gisti á Flughótelinu svokallaða.